AMROK

Nafnið Amrok er skammstöfun á Áttavillt, markþjálfun, ráðgjöf og kennsla.

Skoða

UM AMROK

Amrok var stofnað til að mæta þörf fyrir fjölbreyttari úrræði og fjölga úrræðum félags- og barnaverndarþjónustu óháð staðsetningu sveitarfélaga.

...
...

“Traust í samskiptum og öryggi í samstarfinu er lykilatriði til að skapa lausnamiðað andrúmsloft.”

Þjónusta í boði

...

Tilsjón á heimilum

Þjónusta fyrir barnavernd og almenna félagsþjónustu. Heildræn nálgun á málefni fjölskyldna ef við á ásamt því að takast á við afmarkaðar aðstæður, allt eftir þörf hverju sinni. Við aðstæður þar sem vinna þarf með börnum og fjölskyldum í þeirra í þeirra aðstæðu, oftast inná heimilum. Eftir aðstæðum er svo hægt að veita viðtöl á hlutlausum stað í samráði við þátttakendur og þjónustuaðila. Þátttaka í samþættingu eða annarri teymisvinnu ef vinnsla máls krefst þess.

...

Virkniráðgjöf

Ráðgjöf sem miðar að því að valdefla og kenna einstaklingum aukna virkni sem hefur jákvæð áhrif á líðan þeirra og hamingju. Þar sem við á og hægt er er markmiðið að ráðgjöf fari fram utandyra, léttir göngutúrar til að virkja einstaklinginn ásamt ráðgjöf til að finna styrkleika einstaklingsins. Þegar einstaklingurinn er farinn að þekkja sína styrkleika verður leitast við að nota þá styrkleika til að setja viðkomandi markmið til að auka virkni og jákvæða eiginleika í daglegu lífi þeirra. Hægt að útfæra sem hópráðgjöf með einstaklingstímum líka ef um stærri hóp er að ræða.

...

Foreldraráðgjöf og almenn ráðgjöf til einstaklinga

Almenn ráðgjöf til foreldra. Leitað lausna í samvinnu við foreldar við úrlaun þess sem þau telja vera vandamál. Ráðfgjöf varðandi uppeldisaðferðir, samskipti eða aðra þætti er koma að aðstæðum fjölskyldunnar. Einnig almenn ráðgjöf og markmiðasetning til einstaklinga. Aðstoða einstaklinga við að skilgreina aðstæður sínar, hvort sem það er að finna út úr vandamálum eða setja sér markmið og skilgreina hvernig á að ná þeim markmiðum.

...

Ráðgjöf til ungmenna

Ráðgjöf til unglinga og ungmenna. Ráðgjöf sem miðar að við að virkja unglinga og ungmenni við að taka virkan þátt í að byggja

...

Námskeið og hóptímar

Í samvinnu við þjónustukaupendur er hægt að útfæra styttri og lengri námskeið eða hóptíma. Uppsetning og innihald námskeiða er hægt að móta eftir þjónustunotendum hverju sinni en í boði eru t.d. námskeið um þróun sjálfsmyndar og hvernig einstaklingar vinna úr upplifunum sínum. Virkni- og markmiðasetning, að finna sjálfan sig og sinn innri kraft.

...

Ekki hika við að vera í bandi!